Ég ætla að deila með ykkur uppáhalds græna drykknum mínum. Ég er
sennilega búin að gera þennan alltof oft en ég bara fæ ekki leið á
honum.


1/2 stór pera eða 1 lítil (frysti þá alltaf hinn helminginn og nota næst)
1 epli (nota oftast grænt)
Stór lúka af spínati
Mikið af engifer, ég set eins og ca fingurslengd
glas af vatni (má vera meira, má vera minna, fer allt eftir því hvort þið fýlið hann þunnan eða þykkan.)
1 msk hörfræolía
1/2 avocado
1/2 banani (frosinn)
Lúka af mangó og ananas
Ég passa mig á því að setja ekki allt í blandarann og hræra svo, heldur geri ég það í skrefum, set kannski spínat, epli og smá vatn og hræri, og endurtek svo leikinn. Sumir blandarar ráða bara alls ekki við svona mikið magn í einu.
Ég ætla líka að gefa ykkur ráð hvernig er gott að geyma drykkinn ykkar.
Það verður nefnilega nokkuð mikið magn úr þessari uppskrift eða tæpur 1 líter. Ég geymi alltaf flöskurnar undan Flórídana söfunum og set drykkinn minn í hann og svo í ísskápinn.
Ég vil þó ekki geyma drykkinn lengur en 1-2 daga því þá er hann ekki eins ferskur. Ég fer léttlilega með einn svona líter yfir daginn ef ég er að fá mér glas annað slagið og gef kæró kannski eitt glas.

1 epli (nota oftast grænt)
Stór lúka af spínati
Mikið af engifer, ég set eins og ca fingurslengd
glas af vatni (má vera meira, má vera minna, fer allt eftir því hvort þið fýlið hann þunnan eða þykkan.)
1 msk hörfræolía
1/2 avocado
1/2 banani (frosinn)
Lúka af mangó og ananas
Ég passa mig á því að setja ekki allt í blandarann og hræra svo, heldur geri ég það í skrefum, set kannski spínat, epli og smá vatn og hræri, og endurtek svo leikinn. Sumir blandarar ráða bara alls ekki við svona mikið magn í einu.
Ég ætla líka að gefa ykkur ráð hvernig er gott að geyma drykkinn ykkar.
Það verður nefnilega nokkuð mikið magn úr þessari uppskrift eða tæpur 1 líter. Ég geymi alltaf flöskurnar undan Flórídana söfunum og set drykkinn minn í hann og svo í ísskápinn.
Ég vil þó ekki geyma drykkinn lengur en 1-2 daga því þá er hann ekki eins ferskur. Ég fer léttlilega með einn svona líter yfir daginn ef ég er að fá mér glas annað slagið og gef kæró kannski eitt glas.

-KAV
Engin ummæli:
Skrifa ummæli