mánudagur, 20. janúar 2014

CHUNKY BUFFALO BOOTS - BEFORE AND AFTER

Ég hef áður bloggað um þessi Buffalo stígvél úr Nostalgíu.
Þá var ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að láta stytta þau eða ekki.
Eftir mikla umhugsun lét ég verða af því þar sem að ég sá fram á mun meira notagildi í ökklastígvélum heldur en hnéháum stígvélum fyrir minn smekk.

Ég er rosalega ánægð með breytinguna og vissi réttara sagt ekki að þetta væri hægt.
Þráinn skóari reddaði þessu á örskömmum tíma og gerði þetta afskaplega vel. Ég hefði þó verið til í að halda Buffalo merkinu á en það var því miður ekki hægt.
Ég sá einmitt nákvæmlega eins stígvél í Nostalgíu um daginn, svo að ef þau eru á útsölu þá er þetta tilvalið. Mig minnir að það hafi kostað um 5-6þús að gera þetta hjá Þráni.

image
image

image


-KAV

Engin ummæli:

Skrifa ummæli